Almannahugsmunir hverja?

Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvaða hættu almenningi stendur af því að menn sem smygla vímuefni til landsins, og eru búnir að tapa öllum þeim efnum, sem og aurum á bakvið þau.

Tel mun meiri hættu standa af þeim alvöru glæpamönnum landsins sem enn ganga lausir þrátt fyrir allt, mennirnir sem flokkast undir svokallaða útrásarvíkinga.


mbl.is Smyglarar áfram í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála verð ég nú bara að segja. Hvaða helvítis almannahagsmuni er verið að verja þegar það er nú þegar búið að handtaka þá sem smygluðu þessu dufti til landsins, þeir kjósa að taka það í nefið sem gera það.. og það eru þeirra eigin hagsmunir, sama hvort það endar illa eða ekki, yfirleitt er ekki þvingað fíkniefnum upp á krakka á skólalóðum eða slíkt kjaftæði sem oft er verið að segja í sjónvarpi meina til hvers væri gagnlegt að gera það fyrir salann sjálfan? Hann getur alveg eignast nógu stóran hóp af neytendum á annan hátt, nota þetta hvort sem er svo margir. Og það er rétt hjá þér að það þarf að varast útrásarvíkinganna sem mest.

Jón 24.8.2010 kl. 20:14

2 identicon

Þeir sem ekki eru með steik milli eyrnanna vita að sala eiturlyfja er tilraun til fjöldamorðs, og þess vegna eru það almannahagsmunir að halda sölumönnunum bak við lás og slá.

Stefán Ingólfsson 24.8.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Árni Halldórsson

Stefán er augljóslega með þetta allt á hreinu, spurning um að koma með skilgreininguna á hvað flokkast sem eiturlyf, en bara orðið hefur í sér töluverða þversögn og því tala ég nú frekar um vímuefni.

Algeng vímuefni hér á landi er t.d. áfengi, ríkið sér um sölu þess, annað er ritalin, apótekin selja það, contalgin er einnig nokkuð mikið notað, sömuleiðis selt í apótekum. Meira að segja framleiðir actavis amfetamín og er selt í apótekum. Stefán telur þessa aðila líklega vera hryðjuverkamenn að reyna fjöldamorð. Eða verður lyfið sjálfkrafa hættulegt lífi manna ef lyfseðill fylgir þvi ekki, en með lyfseðli þá er efnið til heilsubóta?

Ég er ekki að reyna að réttlæta vímuefni, smygl, sölu og neyslu þeirra, langt í frá. Ég er bara orðinn svo hissa á hvað tekið er hart á mönnum sem leiðast í þess háttar glæpi, miðað við hve vægt er tekið á þeim sem fremja glæpi með raunverulegum fórnarlömbum, svo sem kynferðisofbeldi, annars konar ofbeldi, og ekki síst ræningjana sem hirtu aleigu þjóðarinnar, og meira til.

Árni Halldórsson, 25.8.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband