6.3.2012 | 21:29
Hvað er lögleiðing?
Eru menn ekki farnir að snúa lögum of oft á hvolf. Lög eru eingöngu til þess gerð að banna eitthvað, það sem svo fellur ekki undir lög er einfaldega leyfilegt, þó ekki siðferðilega rétt.
Lög sem gera fólk að glæpamönnum, án þess þó að á nokkrum sé brotið, eru ólög og ber að afnema þegar í stað. Fíkniefnalöggjöfin eru einmitt slík lög.
Þeir sem styðja þessa löggjöf hafa aldrei komið með nokkur rök fyrir henni. Þegarfíkniefnalöggjöfin var innleidd hér á landi, fór ekki nokkur einasta umræða fram um málið. Það var einfaldlega verið að láta undan kúgun bandaríkjamanns sem barðist fyrir þessari lagasetningu með ítrekuðum lygum og fordómum, að því er virðist til þess eins að gera sjálfan sig að stórstjörnu líkt og J. Edgar Hoover gerði á kostnað kommúnisma.
Hér þykir mér ekki rétt að tala um lögleiðingu, heldur afnám laga sem enginn fótur er fyrir.
Vilja lögleiða fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágætur punktur
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2012 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.